Minnihluti sjávarútvegsnefndar – breytingatillögur meirihlutans fá ekki hefðbundna þinglega meðferð

Minni hluti sjávarútvegsnefndar, þeir Jón Gunnarsson (S) og Kristján Möller (S) hafa sent frá sér álit á frumvarpi sjávarútvegsráðherra um kvótaþak krókaaflamarksbáta.

Þar segja þeir m.a. að í breytingatillögum meirihlutans séu atriði sem ekki voru í frumvarpi sjávarútvegsráðherra, samanber að leggja endanlega niður sóknardagakerfi smábáta, auk þess að lagðar væru til verulegar breytingar á því. Þær hafi því ekki komið til umfjöllunar við 1. umræðu og þar af leiðandi ekki fengið umsögn hagsmunaaðila. Það hefði verið eðlilegt að um slíkt væri fjallað í sérstöku frumvarpi, en slíku hefði meirihlutinn hafnað.

Sjá nánar álit minnihlutans í heild:
http://www.althingi.is/altext/132/s/0925.html