Þriðja árið í röð virðist grásleppuvertíðin við Nýfundnaland ætla að bregðast. Nýfundnalendingar voru til skamms tíma með mestu veiði þeirra landa sem nýta þá gráu. Nú er öldin önnur og allt stefnir í að vertíðin 2009 verði ein sú lélegasta í manna minnum frá því atvinnuveiðar hófust þar um 1978.
Vertíðin árið 2002 var sú herfilegasta frá upphafi. Það ár gaf veiðin aðeins rúmar 1 þúsund tunnur af hrognum. Tveimur árum síðar var veiðin hins vegar yfir 15 þúsund tunnur sem er ótrúleg veiði, sé haft í huga að vertíðin stóð aðeins í 15 daga á hverju svæði.
Samkvæmt upplýsingum fyrr í dag frá veiðimannasamtökunum á Nýfundnalandi stefnir allt í að veiðin verði um 2000 tunnur í ár.
Frá Noregi berast þær fréttir að veiðin sé rúmlega helmingur þess sem var á síðasta ári. Enn hafa ekki borist tölur frá Grænlandi, en óstaðfestar fréttir herma að þar sé einhver samdráttur frá síðasta ári.
Á Íslandi er um 10% minni veiði í ár miðað við sama tíma í fyrra, eða um 8900 tunnur sem þetta er ritað. Það er engu að síður vel viðunandi, því vertíðin 2008 gaf mestu veiði frá upphafi, miðað við fjölda neta í sjó.
Úti fyrir Ströndum 2008
Morgunblaðið fjallar um athugasemdir framkvæmdastjóra LS á ársfundi Gildis