Á félagsfundi í Hrollaugi sem haldinn var 2008-02-07 var samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Smábátaeigendur á Hornafirði vekja athygli allra þeirra sem hafa með svokallaðar „mótvægisaðgerðir“ að gera að beina sjónum sínum til sjávar í stað fjalla.
Flestum öðrum en þeim sem bera hitann og þungann af skerðingu þorskkvótans er rétt mótvægisaðstoð.
Þorskkvótaskerðingin bitnar fyrst og fremst á sjávarútvegsfyrirtækjum og starfsmönnum þeirra og harðast bitnar hún á smábátaútgerð þar sem hlutfall þorsks í aflaheimildum er í flestum tilvikum mjög hátt.
Það er því krafa Hrollaugs til þeirra sem að útdeilingu úr mótvægissjóðum koma að hafa í huga hvar vandinn er mestur“.