Noregur – samið um lágmarksverð á grásleppuhrognum

14. mars sl. tókst samkomulag milli norsku sölusamtakanna (Norges Råfisklag) og samtaka norskra fiskvinnslustöðva (FHL) um lágmarksverð á grásleppuhrognum á komandi vertíð. Verð fyrir hrognin upp úr sjó verður 275 kr/kg lækkar um 11 krónur frá því í fyrra sem samsvarar 3,8%. Verð á fulluppsaltaðri tunnu verður 0-5-38 lækkar um 0-5-5 frá vertíðinni 2006 eða um 12,5%.

Í fréttatilkynningu frá Norges Råfisklag segir að „aðilar séu sammála um að markaðurinn feli í sér mikla áskorun eins og staðan er í dag. Það hefur í mörg ár verið markmiðið í alþjóðlegu samhengi að minnka veiðar niður á stig eftirspurnar. Miklar veiðar í Kanada, Grænlandi og Íslandi hafa þrýst verðinu niður og gert norskum hagsmunaaðilum erfitt um vik með að halda stöðugleika á markaðinum. NR og FHL hafa því sammælst um að lækka lágmarksverð til að aðlagast aðstæðum á markaðinum“.

Fréttirnar eru ljós í myrkrinu fyrir íslenska grásleppukarla þar sem norska verðið fyrir hrogn upp úr sjó er fjórðungi hærra en heyrst hefur að íslenskar verksmiðjur séu tilbúnar að greiða hér á landi.