Nýting sjávarafla – nýting afla af frystitogurum mun lakari en í landvinnslu


Út er 
komin skýrsla Matís ohf. um greiningu á nýtingu sjávarafla hér við
land.  Skýrslan er unnin fyrir sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytið og hefur verið í vinnslu í tæpt ár.

Skýrslan er öll hin fróðlegasta og sýnir m.a. að hægt er
að gera betur í að hámarka verðmæti þess sem veitt er.  Í samandregnu úr skýrslunni segir
m.a.: 

„Niðurstöður þessarar skýrslu sýna að verulegur
munur var á nýtingatölum í landvinnslu og sjóvinnslu þ.s. flakanýting, hausanýting
og nýting á aukaafurðum var umtalsvert lakari hjá frystitogaraflotanum.“

 

Í fréttatilkynningu í tilefni af útkomu skýrslunnar
sem birt er á heimasíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins segir Jón
Bjarnason eftirfarandi:  

„Það er mín skoðun að koma eigi með allan afla að
landi.  Þetta snýr að siðlegri
umgengni okkar við sjávarauðlindina og séu á því gerðar undantekingar, þá séu þær
vel ógrundaðar.  Möguleikar á nýtingu
ýmissa aukaafurða hafa batnað mjög á undanförnum áratug.  Nú er búin til fullgild vara úr
aukaafurðum sem engum manni datt í hug að hirða hér áður fyrr.  Því er ekkert sem segir að við getum
ekki komið með allan afla að landi og gert það með ágætum hagnaði í nánustu
framtíð.  Skýrsla Matís er gott innlegg
inn í umræðu sem nausynlegt er að fari fram á næstunni um þetta málefni.“

 

Sjá nánar

Skýrslan í heild