Í dag var dreift á Alþingi svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns A. Kristjánssonar um tilraunaveiðar Örfiriseyjar RE 4 í Ísafjarðardjúpi.
Sjávarútvegsráðherra sendi fyrirspurn Guðjóns til Hafrannsóknastofnunar og er hægt að nálgast svörin á:
http://www.althingi.is/altext/135/s/0254.html
Í svarinu kemur m.a. fram að tekin voru 16 höl í Ísafjarðardjúpi og alls togað í rúmar fjögur þúsund mínútur. Megnið af aflanum var ýsa og þorskur, eða alls um 90 tonn. 79,6 tonn voru af ýsu og 10,6 tonn af þorski.
Hinn hluti tilraunarinnar sem samanstóð af 27 holum var tekinn annars staðar. Á þeirri slóð veiddist einnig karfi en þorskur var þar mun hærra hlutfall en inni í Ísafjarðardjúpi, eða alls 11,6 tonn á móti 48,4 tonnum af ýsu. Þar var togtími mun skemmri, eða að meðaltali 173 mínútur á móti 254 inni í Ísafjarðardjúpi.