Sjávarútvegsráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar AVS rannsóknasjóðs um að átta fyrirtæki fái úthlutað þeim 500 tonnum sem eru til ráðstöfunar til áframeldis í þorski.
Hraðfrystihúsið Gunnvör hf í Hnífsdal og Álfsfell ehf á Ísafirði skipta jafnt milli sín helmingi kvótans.
80 tonn fara til Brims fiskeldis ehf á Akureyri.
75 tonn til Þóroddar ehf á Tálknafirði.
70 tonn fara til Austurlands, 50 tonn til Þorskeldis ehf á Stöðvarfirði og 20 tonn til Síldarvinnslunnar hf.
Afgangurinn 25 tonn skiptist milli Glaðs ehf í Bolungarvík – 15 tonn og Einherja ehf á Patreksfirði sem fær 10 tonn í sinn hlut.
Heimild: www.avs.is