Þorskur 32% af heildaraflaverðmætinu 2009


Sem fyrr er þorskur verðmætasta fisktegundin,
en aflaverðmæti hans nam 36,9 milljörðum á árinu 2009.  Heildaraflaverðmæti 2009 var 115
milljarðar þannig að 32% aflaverðmætisins lág í þorskinum.

Þrátt fyrir að aflaverðmæti hafi hækkað um 16
milljarða milli ára lækkaði það um 2,8% á föstu verðlagi miðað við verðvísitölu
sjávarafurða.

 

 

Raunverð
ýsu hækkar en þorskur lækkar um 20%

 Á árinu 2009 voru veidd 189 þús. tonn af þorski
sem eru 38 þús. tonnum meira en 2008. 
Það eru vonbrigði að aflaverðmætið hafi ekki aukist nema um 4,7 milljarða
sem þýðir lækkun um 8,3% eða 20% raunverðslækkun.

Þrátt fyrir 20 þúsund tonna samdrátt í ýsuafla
á árinu 2009 miðað við 2008, jókst aflaverðmætið um 1,8%.   Meðalverð á ýsu hækkaði um 27,3%
milli ára sem er raunverðshækkun um 11,1%.   Alls nam aflaverðmæti þeirra 82 þús. tonna af ýsu á árinu
4-15-2009 milljörðum.

 

 

Unnið upp úr tölum frá Hagstofu Íslands