Saga sjávarútvegsins og vel heppnuð ráðstefna á Ísafirði

Í tilefni að útkomu III. og síðasta bindisins af ritverkinu Sögu sjávarútvegs á Íslandi eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing var haldin ráðstefna á Ísafirði sl. sunnudag. Yfirskrift ráðstefnunnar var Draumur hins djarfa manns. Á ráðstefnunni var fjallað um ímynd og menningu íslenskra sjómana frá ýmsum hliðum. Sjómenn í bókmenntum, í dægurlögum, líf sjómannsfjölskyldunnar í landi, tungutak sjómanna og hjátrú þeirra.
Ráðstefnan var fjölsótt og þótti einstaklega vel heppnuð.

Nánar er sagt frá ráðstefnunni heimasíðu á sjávarútvegsráðuneytisins:

http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/nr/1195

Saga sjávarútvegsins

Öll þrjú bindin af sögu sjávarútvegsins eru aðgengileg á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins, slóðin er:
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/utgefid-efni/nr/1193

I. bindið ber heitið – Sjósókn og sjávarfang, II. Uppgangsár og barningsskeið og III. bindið sem nú kom út fjallar um Nýsköpunaröldina – Uppgangstímar togaranna, hnignunarskeið, vélabátaútgerðina, síldveiðarnar og hrun þeirra, fiskvinnslu, sel- og hvalveiðar, landhelgismál og þorskastríð.