Samþjöppun og fækkun einstaklingsútgerða áhyggjuefni

Á aðalfundinum var nokkuð rædd sú þróun sem orðið hefur í útgerð smábáta. Samfara því að heimiluð var stækkun krókaaflamarksbáta upp í 15 brt. og sóknardagakerfið var aflagt hefur krókabátum fækkað. Á fiskveiðiárinu 4-20-2003 voru 827 krókabátar með afla en á sl. fiskveiðiári hafði þeim fækkað um 143, alls 684 sem lönduðu.

Í umræðunni létu fundarmenn í ljós áhyggjur sínar yfir hversu erfitt það væri fyrir unga menn að komast inn í greinina. Meðal þeirra sem tóku þátt í þeirri umræðu var Sigfús Jóhannesson Grímsey.SigfusJoh2-5397-100.jpg

Eftirfarandi ályktun sem endurspeglaði þessa umræðu var samþykkt og er eftirfarandi:

Aðalfundur LS lýsir þungum áhyggjum af þeirri miklu samþjöppun sem orðin er í krókaaflamarki og fækkun einstaklingsútgerða. Nýliðun í greininni er nánast útilokuð við óbreytt ástand, sem veldur mikilli hættu á að sumar minni sjávarbyggðir leggist af. Fundurinn leggur til að núverandi frelsi almennings til handfæraveiða verði útvíkkað og endurskoðað.