Helga Pedersen sjávarútvegsráðherra Noregs sótti LS heim í gær. Ráðherrann dvaldi hér á landi í einn dag og kynnti sér nokkra þætti í íslenskum sjávarútvegi, þar sem gott gengi okkar í útflutningi á ferskum fiski bar hæst.
Helga Pedersen var áhugasöm um starfsemi LS. Henni fannst með ólíkindum að nokkrir smábátar hefðu aflað yfir 1000 tonn á sl. ári. Ráðherrann ræddi m.a. sölumál og meðferð afla, hvort slíkt væri vandamál. Hún var hrifin af því hversu fiskmarkaðir hefðu haft jákvæð áhrif á útgerð smábáta er vörðuðu báða þessa þætti.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is