Um
nýliðna helgi var haldið árlegt sjóstangaveiðimót Sjóstangaveiðifélags
Reykjavíkur.
Eins
og undanfarin ár var mótið haldið á Patreksfirði. Þátttaka var mjög góð
alls 54 veiðimenn
sem öttu kappi. Þeim var skipt
niður á 12 báta sem gerðir eru út frá Vesturbyggð og Tálknafirði.
Bjartsýni
ríkti við upphaf mótsins um góða veiði en þó var ekki búist við að
ársgamalt 43 tonna met yrði slegið.
Það
var þó öðru nær. 53 tonn veiddust og var megin uppistaðan þorskur eins
og
í
fyrra. Aflahæsti báturinn, pr.
stöng var, Andri BA með rúm 5 tonn eða 1-2-1 kg á hvern veiðimann.
Jón Einarsson frá Sjósnæ sló öllum öðrum við
með því að veiða 1,8 tonn á þeim tveim dögum sem mótið var haldið. 20 veiðimenn náðu þeim langþráða áfanga
að fara yfir tonn í afla á mótinu.
Að
sögn veiðimanna var sama hvar rent var frá Látraröst og norður að Kóp allsstaðar
nógur fiskur.
Ánægjulegt
er að greina frá því að gott samræmi er milli „sjóstangaveiðiralla“
sjóstangaveiðifélaganna
og upplifunar sjómanna á ástandi þorsksins. Því er öfugt farið með togararall Hafrannsóknastofnunar
sem greinir ekki það gríðarlega magn þorsks sem er á veiðislóð smábáta.
Sjóstangaveiðimótin
eru gott innlegg í upplýsingabanka Jóns Bjarnasonar
sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra þegar hann tekur ákvörðun um
hversu mikið skuli veitt af
þorski á næsta fiskveiðiári.