Í lok maí sl. hófu nokkrir félagsmenn í smábátafélaginu Skalla (Brú – Siglufjörður) söfnun undirskrifta til styrktar kröfu félagsins um takmarkanir á dragnótaveiðum ; Skagafirði. Undirtektir fóru fram úr björtustu vonum alls voru það 652 sem rituðu undir eftirfarandi kröfu:
„Ég undirrituð/aður legg hér með til að Skagafirði verði lokað fyrir dragnót samkvæmt fundarsamþykkt Skalla 14. september 2006 og greinargerð sem ég hef kynnt mér.“
Í fundarsamþykktinni er gerð krafa um bann við dragnótaveiðum innan línu sem dregin er úr Ásnefi ; norðurenda Drangeyjar og þaðan í norðurenda Málmeyjar.
Í greinargerð sem fylgdi segir:
„Ljóst er að dragnótaveiðar stofna lífríki Skagafjarðar í stórhættu þar sem þær eru stundaðar af stórvirkum bátum og sumstaðar nánast uppí fjöru. Þá hefur bátum á svæðinu stórfjölgað og líkur á því að þeim fjölgin enn meir.
Þá eru þessar veiðar stundaðar af bátum sem ekki eru af svæðinu og allur afli þeirra fluttur burtu óunnin, en þeir eru hér vegna þess að annars staðar geta þeir ekki stundað þær innfjarðar sem hér, einnig er ljóst að þessir bátar eru hér einingis tímabundið meðan þeir eru að klára upp svæðið.
Vitað er að svæði sem búið er að skarka á með dragnót eru mörg ár að jafna sig eftir þann skaða sem dragnótin veldur á botngróðri, þá hefur tvisvar á síðustu áratugum skapast ördeyða á Skagafirði í kjölfar þess að dragnótaveiðar voru stundaðar og allar líkur á að svo verði nú eða jafnvel meiri þar sem bátar eru fleiri og veiðitækni meiri.
Skagafjörður er mikil uppeldisstöð fyrir ýmsar fisktegundir og einnig er hér síld nánast allt árið. Þá er ljóst að dragnótaveiðar stofna vistvænum veiðum svo sem handfærum, línu og netum í stórhættu en þær hafa verið undirstaða smærri báta sem gerðir hafa verið út frá höfbnum við Skagafjörð.“
Sjávarútvegsráðherra tekur við undirskriftum
25. júlí sl. var sjávarútvegsráðherra afhentar undirskriftirnar.
Sjávarútvegsráðherra sagði að því tilefni að hann hefði brugðist við erindi Skalla á sínum tíma og lokað Málmeyjarsundinu. Við ítrekun erindisins vísaði hann til nefndar sem fjallar um umgengni um auðlindir sjávar. Í þeirri nefnd hefði ekki náðst samkomulag.
Hann sagðist áfram mundu skoða þetta mál í ljósi þeirra undirskrifta sem hann hefði nú undir höndum sem sýndu að krafa Skalla nyti hljómgrunns í Skagafirði.
Myndin er frá afhendingu undirskriftarlistana – fv. Sverrir Sveinsson formaður Skalla, Halldór Karel Jakobsson Hofsósi, Ragnar Sighvats Sauðárkróki og Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.