Á almennum fundi Smábátafélagsins Skalla sem haldinn var á Sauðárkróki 15. janúar sl. var samþykkt að taka undir ályktun fundar Læknafélags Norðvesturlands sem haldinn var á Sauðárkróki nú nýverið.
„Smábátafélgið Skalli óskar eftir að sveitarstjórnir á félagssvæðinu skori á dómsmálaráðherra að beita áhrifum sínum til að björgunarþyrla verði staðsett á Akureyri.
Þyrla sem staðsett væri á Akureyri gæti þjónað öllu Norðurlandi, Vestfjörðum, Austurlandi og sjófarendum á þessum svæðum.
Þessi löngu tímabæra aðgerð stuðlar að minni mönnunarvanda lækna í dreifbýli og eykur öryggi sjófarenda og vaxandi fjölda vegfarenda.“