Enn á ný berast fréttir af því að skortur á ýsu
stöðvi veiðar. Þeir sex bátar sem
gerðir eru út frá Borgarfirði Eystri verða trúlega bundnir við bryggju þar þar til tekst að fá leigðar veiðiheimildir í ýsu.
Ýsugengd á veiðislóð þeirra Borgfirðinga er
mjög mikil og útilokað að veiða þorsk öðru vísi en að fá ýsu með. Þriðjungs niðurskurður varð í veiðiheimildum
á ýsu á fiskveiðiárinu sem er á sama tíma og ýsa á miðunum eykst.
Þetta og fleira kemur fram í viðtali RÚV, við Ólaf
Hallgrímsson formann Félags smábátaeigenda á Austurlandi.