Í dag fjallaði stjórn Snæfells um loðnuveiðar. Eftirfarandi ályktun var samþykkt:
„Stjórn Snæfells – félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi – lýsir stuðningi við ákvörðun sjávarútvegsráðherra um stöðvun loðnuveiða vegna lélegs loðnustofns að mati Hafró. Snæfell hefur í mörg ár varað við of mikilli sókn í loðnuna.
Snæfell ítrekar kröfu sína um að loðna skuli eingöngu veidd til manneldis og harmar að ekki skuli hafa verið stefnt markvisst af því nýta hana með þeim hætti.
Snæfell bendir á að nú stefnir í þriðju vertíðina á jafnmörgum árum á Breiðafirði þar sem fiskgengd er með allra besta móti. Holdafar fisksins er gott og hafa takmarkanir loðnuveiða undanfarin ár haft þar áhrif auk þess sem komið var í veg fyrir síldveiðar með flottrolli fyrir réttu ári.
Að lokum ítrekar Snæfell mótmæli sín við notkun flottrolls við loðnu og síldveiðar.“