Í dag voru tveir fundir um kjarasamninginn. Smábátafélagið Strandir fundaði á Hólmavík og Smábátafélag Reykjavíkur í höfðustöðvum félagsins i Grófinni.
Eins og á fyrri fundum svæðisfélaganna var samningurinn felldur. Á Hólmavík með öllum greiddum atkvæðum og í Reykjavík varð niðurstaðan sú sama, en þar var einn seðill auður.
Nú hafa alls sex svæðisfélög LS fundað um samninginn og hefur hann verið felldur í þeim öllum.
Næstu fundir verða á morgun, fimmtudag.
Árborg fjallar um samninginn í Rauða Húsinu á Eyrarbakka og hefst fundurinn kl 12:00 og Sæljón – félag smábátaeigenda á Akranesi – fundar í Skrúðgarðinum og hefst hann kl 19:00.