Fyrr í dag lauk sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis
umfjöllun um strandveiðifrumvarpið.
Í áliti meirihluta nefndarinnar eru lagðar til fjórar breytingar:
1. Að
ráðherra verði heimilað að setja reglugerð um frekari skiptingu landsvæða og
löndunarstaða.
2. Að
vikulegir banndagar verði föstudagur og laugardagur.
3. Að
óheimilt verði að hafa fleiri en 4 handfærarúllur um borð í hverri veiðiferð. Frumvarpið gerði ráð fyrir 2 rúllum á mann og að hámarki fjórar.
4. Að
hlutfall ufsaafla af þorskafla í hverri veiðiferð verði 30% að hámarki í stað
15%.
Næsti þingfundur hefur verið boðaður kl 15:00 nk. mánudag. Búast má við að frumvarpið verði
þá á dagskrá til 2. umræðu.
Sjá nánar: