Stuðningur frá systursamtökum LS í Noregi

Landssambandi smábátaeigenda hefur borist bréf frá systursamtökum sínum í Noregi, Norges Kystfiskarlag (NK).  Á stjórnarfundi NK fyrir stuttu var staðan á Íslandi rædd.  Stjórnin sendir stuðningskveðjur til félaga sinna hérlendis og lýsir áhyggjum af ástandinu.  Jafnframt lýsir stjórn NK þeim vilja sínum að rétta hjálparhönd, sé það henni á nokkurn hátt mögulegt.

 Norges Kystfiskarlag hefur þegar verið sent svar frá LS þar sem þetta vinarþel er þakkað.

DSCF5065.jpg 

Aðalskrifstofa NK er í Ramberg á Lofoten.  Þar er mikil náttúrufegurð og aðstæður minna um margt á Ísland.