Aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi var haldinn í dag. Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum, umræður líflegar og margar ályktanir samþykktar.
Þung undiralda var á fundinum um afstöðu stjórnvalda gagnvart þekkingu og skoðunum sjómanna á styrk þorskstofnsins. Samþykkt var að skora á stjórnvöld að auka nú þegar veiðiheimildir í þorski.
Efni annarra ályktana er eftirfarandi:
Hækka ber prósentutölu línuívilnunar í þorski.
auk þess að línuívilnun nái til þeirra sem stokka línuna upp í landi (trektabátar)
Breyta á lögum um greiðslumiðlun þannig að greiðslur til trygginga og félagsgjalda fari beint frá fiskkaupanda til Landssambands smábátaeigenda. Miðlun til lífeyrissjóða verði hætt.
Byggðakvóti verði festur í sessi.
Veiðifyrirkomulag á grásleppu verði óbreytt.
LS hefji afskipti af sölumálum grásleppuhrogna.
Atvinnuréttindi glatist ekki þó þau hafi ekki verið nýtt á 5 ára tímabili
STK öruggt og gott öryggiskerfi sem þjónar fullkomlega þeim tilgangi sem til er ætlast, það er að gæta öryggis sjómanna.
Hafnað er öllum hugmyndum um að skylda AIS eftirlitskerfið.
Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi:
Ólafur Hallgrímsson Borgarfirði formaður
Alfreð Sigmarsson Seyðisfirði
Guðni Ársælsson Fáskrúðsfirði
Ívar Björgvinsson Djúpavogi
Kári Ásgrímsson Borgarfirði
Myndir:
fv. Ólafur Hallgrímsson, Guðni Ársælsson, Kári Ásgrímsson
fv. Matthías Björnsson, Árni Jón Sigurðsson