Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur útflutningur ferskra þorskflaka dregist saman um 30% eða um tæp 2600 tonn miðað við sama tíma í fyrra. Þó 18% verðhækkun hafi orðið á milli ára, er útflutningsverðmæti nú nálægt 1,1 milljarði lægra en í fyrra, en í lok september sl. hafði árið skilað um 5,3 milljörðum.
Mest var flutt út til Bretlands 8-7-2 tonn sem er þriðjungi minna en í fyrra, til Belgíu voru flutt 0-5-1 tonn (-16%), til Frakklands 888 tonn (-20%) og í fjórða sæti voru Bandaríkin sem keyptu af okkur 276 tonn sem er aðeins þriðjungur þess magns sem þangað var flutt á fyrstu níu mánuðum sl. árs.
Tölur unnar upp gögnum frá Hagstofu Íslands