Viðmiðunarverð á þorski hækkar um 10% og ýsu um 5%

Samkvæmt tilkynningu frá Verðlagsstofu skiptaverðs var ákveðið á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna 30. nóvember sl. að hækka viðmiðunarverð á þorski um 10% og ýsu um 5%.

Dæmi um grunnverð:

Óslægður þorskur…………………2 kg……………..62-4-1 kr/kg
………………………………………..3 kg……………..08-7-1 kr/kg
………………………………………..4 kg……………..56-0-1 kr/kg
………………………………………..5 kg……………..03-4-1 kr/kg
………………………………………..6 kg……………..51-7-1 kr/kg

………………undirmál 07-5-1 kr/kg

Óslægð ýsa………………………..1,5 kg……………86,43 kr/kg
………………………………………..2,0 kg……………96,14 kr/kg
………………………………………..2,5 kg………….93-5-1 kr/kg

Vakin er athygli á að breyting var gerð á lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna 17. mars sl. Í áliti sjávarútvegsnefndar Alþingis kom fram „að lögin um Verðlagsstofu skiptaverðs taki jafnt til skipa hvort þau eru í aflamarki eða krókaaflamarki“. Þar sem ekki hafði verið litið svo á að lögin tækju til krókaaflamarksbáta þótti nefndinni rétt að lagabreytingin tæki ekki gildi fyrr en 1. janúar nk. Krókaaflamarksbátar falla því undir lögin frá og með áramótum.

Nánar:

http://www.althingi.is/altext/133/s/1100.html