Vinnufriður í sjávarútvegi nauðsynlegur

Stjórn Reykjaness –
félag smábátaeigenda á Reykjanesi – hefur sent frá sér eftirfarandi:


 

„Fyrningarleið stjórnarflokkanna  = 
alger óvissa í sjávarútvegi

  

Í því efnahagsástandi sem nú ríkir er
vinnufriður í sjávarútvegi nauðsynlegur. 
Sjávarútvegurinn er ein fárra líflína sem heldur Íslandi á floti í dag
og því verður að hlúa að starfsumhverfi hans. 

 

Fyrning aflaheimilda mundi leiða til
glundroða og óvissu í sjávarútveginum auk þess að verðfella lánasafn hans í bönkum
sem leitt gæti til annars hruns bankakerfisins.  Hvað biði okkar þá?

 

Þeir sem halda öðru fram eru ekki í takt við
þann raunveruleika sem nú ríkir í íslensku þjóðfélagi, fjölmargir eru í sárum
eftir þann peninga- og eignabruna sem orðið hefur í samfélaginu.

 

Stjórn Smábátafélagsins Reykjanes
skorar á ríkisstjórn Íslands að leggja til hliðar öll áform sem þau hafa um „fyrningarleið’
í íslenskum sjávarútvegi og stuðla frekar að uppbyggingu íslenskra atvinnuvega
í stað niðurrifs, og auka þannig líkur á að Ísland verði áfram fullvalda ríki.

 

 

11. maí 2009

 

fh. stjórnar Reykjaness

 

Halldór Ármannsson formaður“