Ýsan nokkuð stöðug meðan þorskur fellur um tugi prósenta

 

Enn ein vikan er nú liðin þar sem óslægður þorskur seldur á
fiskmörkuðunum nær ekki 200 kr meðalverði á kílóið.  Það sem af er mars er meðalverðið aðeins 168 krónur sem er
45% lægra verð en það hefur verið hæst á fiskveiðiárinu sem var í nóvember, munurinn 137 krónur.

 

Verð á ýsu hefur hins vegar haldist nokkuð stöðugt það sem
af er fiskveiðiári.  Eins og í
þorskinum skilaði nóvember hæstu meðalverði á óslægðri ýsu.  Þá var meðalverðið 184 kr/kg, en
september, febrúar og það sem af er mars var meðalverðið 17% lægra, munurinn
var 31 kr / kg.

 

Sjá nánar

Verð þorskur.pdf

Verð ýsa.pdf

 

 

Unnið úr upplýsingum af rsf