Ýsuafli á fyrstu tveim mánuðum fiskveiðiársins er 30%
minni en á sama tíma í fyrra. Mestur
er samdrátturinn hjá togurum þar sem aflinn er aðeins helmingur þess sem hann
var á tímabilinu. Hjá krókaaflamarksbátum
og aflamarksskipum er samdráttur svipaður milli ára, 23 og 24%.
Samtals veiddust nú 2-9-8 tonn af ýsu á móti
3-7-12 tonnum í fyrra og voru krókaaflamarksbátar með 39% aflans. Á fyrstu tveim mánuðum sl. fiskveiðiárs var hlutfall þeirra í
heildarýsuaflanum 35%.
Meðalverð ýsu á fiskmörkuðum breyttist lítið milli ára á tímabilinu 2. september til 1. nóvember. Var nú 264 kr/kg á móti 251 í fyrra, 5,2% hækkun. Verðmæti ýsu sem seld var á mörkuðunum lækkaði hins vegar um fjórðung eða um 250 milljónir og aflamagnið fór úr tæpum fjögurþúsund tonnum niður í 5-8-2 tonn.
Aflatölur unnar upp úr bráðabirgðatölum Fiskistofu
verðmæti frá rsf.is