Ýsuseiði í flottrollinu

Eins og fram hefur komið er búið að skyndiloka nánast öllu svæðinu sem undanþága til síldveiða í flottroll náði til. Ástæður skyndilokananna voru að meðafli fór langt yfir leyfileg mörk. Viðmiðunarmörkin eru 100 fiskar á togtíma, þ.e. ef annar fiskur en síld kemur í flottrollið og þeir eru fleiri en 100 ber að loka svæðinu.

Skyndilokun 132
http://www.hafro.is/images/upload/06-2-1.pdf
byggðist á mælingu úr einu togi sem leiddi í ljós 250 ýsuseiði á togtíma.

Skyndilokun 133
http://www.hafro.is/images/upload/06-3-1.pdf
forsendur hennar var meðafli allt að 40 faldur umfram viðmiðunarmörk. Mælt var úr 3 togum og reyndist fjöldi ýsuseiða þar vera á bilinu 800 – 4000 á togtíma.

Vegna þessa má gera ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra afnemi undanþáguna þar sem haft var eftir honum í Morgunblaðinu 4. nóvember sl. að:
„„Ef upp kemur meðafli, annað en síld, þá verða þessar veiðar snarlega stöðvaðar þarna, svo mikið er víst.““