5 skyndilokanir í gildi

Í dag eru í gildi 5 skyndilokanir. Þrjár þeirra banna línuveiðar úti fyrir Vestfjörðum. Út af Deild sem gildir til 10. desember, norður af Kögri til 13. des. og út af Straumnesi, en þar eru línuveiðar bannaðar til klukkan 14-00-03. des. Auk þessara tveggja er skyndilokun fyrir dragnót á Ólafsvíkinni og bann við síldveiðum á Papagrunni.
Margir velta því nú fyrir sér hvort í undirbúningi sé reglugerð sem loka mun fyrir línuveiðar úti fyrir Vestfjörðum, þar sem í október voru 2 skyndilokanir við Deild.
Það er vonandi að slíkt sé ekki á döfinni, en rétt þykir að vekja athygli á þessu hér á heimasíðunni. Þá er rétt að upplýsa hér að LS hefur gert þá kröfu að ekki verði sett reglugerð sem banni línuveiðar nema að undangenginni aldursgreiningu og fundum með þeim sem róa á viðkomandi slóð.
Til fróðleiks eru hér birtar myndir af þeim skyndilokunum sem nú eru í gildi á línuveiðar.Deild.jpg
Ut af Straumnesi.jpg

9 sóknardagabátar fá yfir 50 tonn í krókaaflamark.”