Aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi var haldinn á Reyðarfirði sl. þriðjudag.
Fundurinn samþykkti fjölmargar ályktanir til aðalfundar LS. Má þar nefna eftirtaldar:
Línuveiðar skipa 100 brl. og stærri verði bannaðar inna 6 sml frá grunnlínu. Í greinargerð með tillögunni segir að brýnt sé að sporna við veiðum stórra skipa á grunnslóð vegna afkastagetu þeirra. Þess eru mörg dæmi að 3 til 4 stærri skip veiði á einni viku, á grunnslóð, það sem smábátar frá einu byggðarlagi veiða á 3 mánuðum. Sé um staðbundna stofna fisks að ræða, þorsks og steinbíts, þá er þeim hætta búin með slíku veiðiálagi.
Línuívilnun nái dagróðrabáta hvort sem beitt er eða stokkað upp í landi.
Að veiðitími á grásleppu verði styttur ef þörf er á vegna markaðsaðstæðna.
Að endurskoðaðar verði reglur um dragnótaveiðar.
Að veiðarfæratakmörkunum krókaaflamarksbáta verði aflétt.
Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi var endurkjörin, en hana skipa:
Gunnar Hjaltason Reyðarfirði formaður
Árni Jón Sigurðsson Seyðisfirði
Guðni Ársælsson Fáskrúðsfirði
Halldór Gunnlaugsson Neskaupstað
Ívar Björgvinsson Djúpavogi
Kristinn Hjartarson Neskaupstað
Ólafur Hallgrímsson Borgarfirði