Aðalfundur Félags smábátaeigenda á Akranesi.

Eins og fram kom hér á heimasíðunni í gær héldu trillukarlar á Akranesi aðalfund sinn 31. janúar. Í aðalfundarstörfum félagsins bar það helst til tíðinda að formaður til margra ára Skarphéðinn Árnason (stendur á áttræðu í mars nk.) baðst undan endurkjöri. Þrátt fyrir eindregnar áskoranir um eitt ár enn gaf sá gamli sig ekki og sagði: „Drengir mínir það er nóg komið hjá mér þið takið nú við“.
Ný stjórn var kosin og skipa hana eftirtaldir:
Börkur Jónsson
Gísli Einarsson
Gísli Geirsson
Guðmundur Elíasson
Rögnvaldur Einarsson

www.smabatar.is óskar stjórninni til hamingju með kjörið og velgengni í framtíðinni.

Aðalfundur Hrolllaugs – Snorri Aðalsteinsson endurkjörinn formaður”