Ályktanir frá 20. aðalfundi LS – Grásleppuveiðar: Stofnstærð og markaðaðstæður ráði fjölda veiðidaga, þeir einir stundi grásleppuveiðar sem hafa til þess leyfi, aflagjald skuli eingöngu greitt af hráefni, afnema kvöð um vigtun á

Ályktanir frá 20. aðalfundi LS – Grásleppuveiðar: Stofnstærð og markaðaðstæður ráði fjölda veiðidaga, þeir einir stundi grásleppuveiðar sem hafa til þess leyfi, aflagjald skuli eingöngu greitt af hráefni, afnema kvöð um vigtun á hafnarvog.

Stofnstærð og markaðaðstæður ráði fjölda veiðidaga

Landssamband smábátaeigenda leggur til að stjórnun grásleppuveiða verði breytt þannig að hverjum bát verði úthlutað veiðileyfi með ákveðnum fjölda daga til veiða. Fjöldi veiðidaga ákvarðast af stofnstærð og markaðsaðstæðum hverju sinni en verði aldrei fleiri en 90. Netafjöldi verði óbreyttur.
Útgerð er frjálst að hefja veiðar hvenær sem er innan fyrirfram ákveðins tímabils og skal tilkynna það til Fiskistofu. Veiðidagar hvers báts skulu vera nýttir samfelldir.
Veiðitímabil verði frá 15. mars til15. ágúst. Öll svæði verði með óbreyttan byrjunartíma frá í fyrra.

Þeir einir stundi grásleppuveiðar sem til þess hafa leyfi

Landssamband smábátaeigenda leggur áherslu á það við Fiskistofu um að þeir einir stundi grásleppuveiðar sem til þess hafa leyfi. LS telur eðlilegt að Fiskistofa framfylgi lögum um grásleppuveiðar og komi í veg fyrir að aðrir en þeir sem grásleppuleyfi hafa stundi grásleppuveiðar, landi grásleppu og grásleppuhrognum.
Ath. Óheimilt er með öllu að nýta hrogn úr dauðri grásleppu.

Aflagjald skuli eingöngu greitt af hráefni

Landssamband smábátaeigenda leggur til að unnið verði að samræmingu á aflagjöldum á grásleppuhrognum. Þannig að grásleppuhrogn beri ekki fullt aflagjald af unninni vöru eins og oft hefur verið raunin á heldur af þeim hluta sem telst vera hráefni sem er u.þ.b. 60% af nettó útflutningsverðmæti.

Afnema kvöð um vigtun á hafnarvog

Landssamband smábátaeigenda leggur til að afnema kvöð um vigtun á hafnarvog á grásleppuhrognum.