Ályktanir frá 20. aðalfundi LS – veiðar í hrygningarstoppi, stærð möskva í þorskanetum.

Steinbítsveiðar í hrygningarstoppi

Landssamband smábátaeigenda skorar á sjávarútvegsráðherra að heimila dagróðrabátum minni en 15 m að stunda steinbítsveiðar á tilgreindu svæði í hrygningarstoppi.Adalfnefnd001.jpg
Jafnframt er bent á að hrygningarstopp ætti ekki að eiga við um báta sem stunda veiðar með línu og handfærum.AdalfAllshn002.jpg

Notkun stórra möskva

Landssamband smábátaeigenda krefst þess af sjávarútvegsráðherra að ekki verði gengið lengra en nauðsynlegt er í takmörkun á notkun stórra möskva við netaveiðar.
Bann við notkun veiðarfæra svo sem stórra möskva í þorskanetum þarf að vera stutt vönduðum rannsóknum sem gefa skýrar niðurstöður.

Myndir með þessari frétt eru frá nefndarfundum á aðalfundi.