Lestur veðurfregna
Landssamband smábátaeigenda leggur til að lestur veðurfregna verði færður í fyrra horf hjá Ríkisútvarpinu.
Sjálfvirk veðurathugunarstöð og öldudufl
Landssamband smábátaeigenda ítrekar fyrri ályktanir um öldudufl við norðanvert Snæfellsnes í samráði við stjórn Snæfells um nánari staðsetningu.
Einnig ítrekar LS beiðni um að sjálfvirkri veðurathugunarstöð verði komið upp á Reynisfjalli eða Dyrhólaey.
Þakkir til Siglingastofnunar
Landssamband smábátaeigenda lýsir ánægju með það framtak Siglingastofnunar að koma upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð í Ingólfshöfða. Einnig fagnar fundurinn bættu aðgengi að upplýsingum um sjólag með birtingu þeirra á Textavarpinu.
Reglur um veiðar við sæstrengi verði samræmdar
Landssamband smábátaeigenda vill að veiðar við sæstrengi við Vestmannaeyjar verði eins og almennt er, þ.e. miðað við fjarlægð frá streng.
Greinargerð
Bent er á að óeðlilega stórt svæði inn af Eyjum er lokað fyrir krókaveiðum sem er langt utan þeirra marka sem almennt gilda um veiðar við sæstrengi. Mjög góð fiskimið eru á hraununum sitt hvoru megin við strengina sem gætu nýst vel smábátum. Benda má á að staðsetningartæki eru orðin mjög nákvæm.