Árás á heimasíðu LS og póstar með vírusum

Um páskana gerðu erlendir tölvuþrjótar árás á vefþjóninn sem sér um heimasíðu LS. Síðan datt út um tíma en í tilkynningu frá vefþjóninum kom fram að allt yrði gert til að koma í veg fyrir slíkar uppákomur, þó slíkt væri aldrei hægt að útiloka með öllu.

Það hefur síðan gerst að fjöldi vírusforrita hafa verið send inná svæðið þar sem lesendur vilja koma athugasemdum á framfæri. Tekist hefur að eyða lang flestum þessara forrita en engu að síður sluppu nokkur aftan við fréttina frá 13. apríl. Af öryggisástæðum tók umsjónaraðili vefsíðunnar ákvörðun um að eyða öllum svörum sem komin voru þar inn. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar.

Umsjónaraðili vefsíðunnar hefur nú þessi mál til athugunar en hann telur ljóst að þetta kunni að hafa áhrif á hversu opinn aðgang hægt er að hafa að síðunni í framtíðinni.

Arthur endurkjörinn formaður og Þorvaldur Garðarsson varaformður”