Það er full ástæða til að vekja sérstaka athygli félagsmanna á málstofu Hafrannsóknastofnunar sem haldin verður á morgun, föstudaginn 22. október kl. 12:30 í fundarsal á fyrstu hæðinni að Skúlagötu 4.
Erindið sem flutt verður af Sigmari Erni Steingrímssyni ber yfirskriftina ‘Rannsóknir á kóralsvæðum við Ísland, með neðansjávarmyndavélum’.
Á vef Hafró segir um málið:
‘Hröð tækniþróun undanfarinna ára við gerð botnkorta og til neðansjávarmyndatöku hefur leitt til mikilla framfara í hafrannsóknum til könnunar á lífríki og kortlagningu búsvæða sjávar, svo sem kóralsvæða. Á síðasta ári gerði Hafrannsóknastofnunin fyrirspurn til sjómanna um þekkingu þeirra á útbreiðslu kóralsvæða á Íslandsmiðum. Á grundvelli þeirrar úttektar gerði stofnunin áætlun um rannsóknir á lífríki kóralsvæða við landið og ástandi þeirra, einkum með tilliti til mögulegra skemmda vegna togveiða. Hófust rannsóknirnar nú í sumar með fjölgeislamælingum á útbreiðslusvæði kórals suður af landinu og myndatökuleiðangri. Til myndatöku var notaður fullkominn búnaður til þess að rannsaka lífríki kóralsvæðanna og afla gagna um ástand þeirra. Niðurstöðurnar verða nýttar við gerð tillagna um mikilvæg verndarsvæði. Í fyrirlestrinum verða kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknaverkefnisins’.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á málstofuna, en hún er öllum opin.
Auðlindin fjallar um málefni sóknardagabáta”