Vestfirðingar hafa kosið mann ársins 2003. Úrslitin voru kunngjörð í Bæjarins Besta www.bb.is 21. janúar sl. Í fyrsta sæti varð Magnús Kristján Guðmundsson, sjómaður á Flateyri, sem vann það ánægjulega afrek að bjarga dreng á öðru ári, Róberti Mána Hafberg, frá drukknun í sundlauginni á Flateyri á aðfangadag.
Í öðru sæti varð Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður. Ummæli kjósenda um Kristinn voru margvísleg m.a. „Kom línuívilnuninni í gegn“.
Í þriðja sæti varð formaður Eldingar, Guðmundur Halldórsson. Guðmundur var kjörinn Vestfirðingur ársins 2001 og því mikið afrek hjá þessari miklu kempu að hreppa þriðja sætið nú. Ummæli kjósenda um Guðmund voru á einn veg: „Ötull baráttumaður byggðar á Vestfjörðum. Kom línuívilnun í gegnum þingið. Hefur barist ötullega fyrir frumburðarrétti íslenskra sjómanna. Kjaftforasti maður norðan Alpafjalla að Runólfi predikara liðnum. Línuívilnunarhetjan. Hefur barist fyrir rétti Vestfirðinga til mannsæmandi lífs í heimabyggð.“ eins og greint er frá á fréttavefnum www.bb.is
Landssamband smábátaeigenda óskar Vestfirðingunum þremur til hamingju með kjörið.
Blákaldur veruleikinn blasir við”