Brimfaxi kominn út

Brimfaxi, tímarit LS er nú á leið í pósti til félagsmanna. Í honum er að finna fjölbreytt efni, viðtöl og skrif frá félagsmönnum.

Þátturinn ‘Heimahöfn’ er að þessu sinni frá Stykkishólmi, viðtal er við feðgana Hafstein Guðmundsson og Hafþór son hans, en þeir búa í Flatey á Breiðafirði og farinn var róður með formanni Smábátafélags Reykjavíkur, Þorvaldi Gunnlaugssyni, út á Faxaflóa.

Umtalsverðar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á blaðinu, en umbrot þess var endurhannað að stórum hluta.

Brimfaxi kom fyrst út í desember 1986, en vegna þess að útgáfan féll niður 2 ár á tímabilinu er hér 17. árgangur hans á ferðinni.