Nú þegar rúmir 2 mánuðir eru liðnir frá því einkareknar skoðunarstofur tóku við skoðun smábáta af Siglingastofnun Íslands er ljóst að breytingin leiðir til töluverðrar hækkunar. Eins og fram hefur komið buðu nokkur svæðisfélög LS út skipaskoðun sem leiddi til hagstæðari kjara en komið höfðu fram í gjaldskrám skoðunarstofanna. Þrátt fyrir það hefur þjónustan hækkað um tugi prósenta milli ára. Við samanburð kemur í ljós að á sl. ári greiddu eigendur báta minni en 8 metrar 0-4-21 fyrir þjónustuna en í ár er lægsta gjald 0-2-33- eða hækkun um 55%. Sambærileg gjöld á báta 8 til 15 m hafa hækkað um 34%. Þau gjöld sem þarna eru lögð til grundvallar eru fyrir skipaskoðun, skipaskráningu, haffærisskírteini, skoðun talstöðvar og brunaviðvörunarbúnaðar og hreinlætisskoðunar.
Einkennileg vinnubrögð Hafrannsóknastofnunar”