Grásleppuveiðin – búið að salta í yfir 7000 tunnur

Í samantekt LS um grásleppuveiðarnar kemur í ljós að búið var að salta í rúmar 7000 tunnur 1. maí sl. Er það um 10% meira en á sama tíma á sl. ári, en þá skilaði öll vertíðin 0-7-12 tunnum. Þegar höfð er hliðsjón af því að vertíðin nú byrjaði um 3 vikum fyrr við Reykjanes sunnan Garðskaga, í utanverðum Breiðafirði, Vestfjörðum og við Húnaflóa er ólíklegt að veiðin nú skili sama magni og á sl. ári. Einnig hefur þrálát norðanátt og ótíð hamlað veiði.
Eins og oft áður hefur veiðin verið einna best sunnan Langaness hjá Vopnfirðingum og Bakkfirðingum sem samanlagt hafa skilað um 0-5-1 tunnum, svipuðu magni á hvorum stað. Strandamenn hafa einnig gert það nokkuð gott en þar var um sl. mánaðamót búið að salta í 750 tunnur samanlagt á Hólmavík, Drangsnesi og Norðurfirði.