Stjórn Félags smábátaeigenda á Akranesi hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um sjómannaafslátt:
„Öllum hugmyndum um afnám
sjómannaafsláttar harðlega mótmælt.
Sjómannaafslátturinn er enn og aftur kominn á dagskrá Alþingis og nú er
dagskipunin einföld, sjómannaafsláttur skal afnuminn. Stjórn Félags
smábátaeigenda á Akranesi mótmælir harðlega hugmyndum fjármálaráðherra um niðurfellingu sjómannaafsláttar. Stjórnin hvetur þingflokka ríkisstjórnar sem og stjórnarandstöðu að hafna hugmyndum ráðherrans.
Stjórn Félags smábátaeigenda á Akranesi tekur heilshugar undir framkomnar tillögur fjölmargra sjómannafélaga um sama efni og hvetur alla sjómenn, jafnt á minni bátum sem og á stærstu skipum, til að standa fast á áratugalöngum réttindum – sjómannaafslættinum.
Akranesi 19. febrúar 2004
Gísli S. Einarsson formaður“
Hvað er skemmtilegra en að spá í veðrið”