Línuívilnun á dagskrá stjórnar LS

Á fundi stjórnar LS sem haldinn var 21. og 22. júlí sl. var m.a. farið yfir stöðuna varðandi línuívilnun. Alger samstaða var um að hvetja félagsmenn til að beita sér að hörku í að fá leiðrétt ákvæði fiskveiðistjórnunarlaganna um línuívilnun. Þannig ætti línuívilnun að ná til allra dagróðrabáta hvort heldur sem línan væri beitt eða stokkuð upp í landi, beitningatrektar eða beitningavélar notaðar. Þá ætti ívilnunin að vera einn af lausu endunum í ráðgjöf Hafró og því ekki að koma til frádráttar frá tillögu
stofnunarinnar um heildarafla. Þá var vakin athygli á að ívilnunarprósenta væri
nokkuð frá því marki sem fyrirheit voru gefin um í aðdraganda kosninga og því áríðandi að knýja þar einnig á um leiðréttingu.
Það var mat einstakra stjórnarmanna að sjávarútvegsráðherra hefði með óskiljanlegum hætti klúðrað þessu ágæta máli. Þá væru reglur sem hann hefði sett varðandi skilyrði til línuívilnunar með ólíkindum. Hreinn og klár spuni sem ætlaður væri til þess að sem fæstir notfærðu sér ívilnunina.

Fram kom á fundinum að frá því línuívilnun í ýsu og steinbít hefðu komið til framkvæmda 1. febrúar sl. til 20. júlí hefðu 414 tonn bæst við veiðiheimildir viðkomandi báta í ýsu og 440 tonn af steinbít.

Línuívilnun á tímabilinu 1. febrúar til 19. apríl”