Munu auknar álögur skapa einhverja sátt?

Fyrir skömmu kom veiðigjaldið sem að sögn á að skapa þjóðarsátt um stjórnkerfi fiskveiða enn á ný til umræðu. Eitt er víst að ekki verða allir jafn sáttir við þessa skattlagningu og finnst meira en nóg um það sem fyrir er.

LS hefur margsinnis bent á þann urmul gjaldaliða sem ein lítil smábátaútgerð þarf að búa við og hugmyndaflugi stjórnsýslunnar virðast engin takmörk sett á þessu sviði. Hér fyrir neðan er samantekt á þeim gjaldaliðum sem útgerð smábáts þarf að greiða, flestir þeirra lögbundnir. Um þetta þarf ekki að hafa mörg orð en lesendum látið eftir að glugga í tölurnar og meta síðan sáttina sem ná á með enn frekari álögum á þessa atvinnu.

Í dæminu er gert ráð fyrir smábát sem fiskar 50 tonn af slægðum þorski að verðmæti kr. 000-650-6.- Tölur eru miðaðar við upplýsingar sem safnað var í þriðju viku febrúar.

Gjaldaliðir:

Skoðurnargjald 0-0-25.-
Skoðunargjald björgunarbáts 0-0-24.-
Skoðunargjald talstöð 0-3-1.-
Skoðunargjald skoðunarstofa 0-0-5.-
Fjarskiptaeftirlit 0-0-2.-
Vitagjald 0-5-3.-
Staðsetningartæki, gjald 0-0-2.-
Þróunarsjóðsgjald – 6 brl 6-4-6.-
Þróunarsjóðsgjald – afli 0-0-72.-
Veiðieftirlitsgjald / 664 pr. þ.íg.t. 0-3-33.-
Veiðileyfi 0-5-17.-
Símakrókur 0-7-3.-
Hafnarsjóður 1.60% 0-4-106.-
Vátrygging báts 0-0-200.-
Slysatrygging 0-0-35.-
Sjálfvirkra tilkynningaskyldan 0-0-5.-
Hafnar & viðlegugjald (HFJ, án VSK) 6-7-90.-
Kompáss stilling 0-1-5.-
Lyfjakista, vottorð, skoðun slökkvit. o.fl. 0-0-11.-

SAMTALS 2-1-649.-

Þessir kostnaðarliðir hirða 10,24% af heildarinnkomu bátsins og kostnaðurinn við útgerðina rétt byrjaður að telja.
Þessi hlutfallslegi kostnaður er athyglisverður í samanburði. Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um rekstur hinna ýmsu skipagerða, þó ekki sé sundurliðunin jafn ítarleg og hér að framan. Í rekstraryfirliti Hagstofunnar yfir fiskveiðar 2002 er engu að síður hægt að gera nokkurn samanburð við aðra skipaflokka, með þeim fyrirvara að um einhver skekkjumörk sé að ræða.

Í töflu Hagstofunnar leggja liðirnir „Önnur gjöld“ og „Tryggingar“ sig samtals á 11% sem hlutfall af tekjum báta undir 10 brl sem er ekki langt frá dæminu hér að ofan. Í tilfelli ísfisktogara er samtala þessara liða hinsvegar einungis 3,6%, eða munur upp á heil 7,4 prósentustig.

Sé tafla Hagstofunnar skoðuð ögn betur, sést að bátar undir 10 brl. eyddu 14,2% af heildartekjum sínum til þess að leigja kvóta, en ísfisktogarar einungis 1,7%, eða mismunur uppá 12,5 prósentustig.

Mismunurinn á þessum gjaldaliðum er því hvorki meira né minna en 19,9 prósentustig, smábátaútgerðinni í óhag.

Nefndarálit meirihluta sjávarútvegsnefndar”