Í yfirliti Fiskistofu um kvótaúthlutun kemur fram að Óli á Stað er kvótahæstur krókaaflamarksbáta með 664 þorskígildi. Af 10 efstu bátunum eru 4 frá Grindavík.
Mestan þorskkvóta hefur Óli Bjarnason frá Grímsey, 371 tonn, Óli á Stað er með mestan ýsukvóta, 472 tonn og Monika frá Grindavík er hæst í ufsa 148 tonn og steinbít með 180 tonn.
Röð 10 efstu krókaaflamarksbáta er eftirfarandi:
Óli á Stað Grindavík 664 þorskígildi
Guðmundur Einarsson Bolungarvík 640
Hrólfur Einarsson Bolungarvík 590
Óli Bjarnason Grímsey 409
Gísli Einarsson Grindavík 405
Kristinn Ólafsvík 369
Monika Grindavík 344
Daðey Grindavík 337
Sirrý Hellissandi 320
Auður Ósk Flateyri 320
Lesendum er bent á vef Fiskistofa til að fá frekari upplýsingar um kvóta einstakra báta og yfirlit.
Slóðin er: http://www.fiskistofa.is/get_page.php?page=11