Stjórn Snæfells krefst þess að reglugerð um bann við línuveiðum á sunnanverðum Breiðarfirði verði felld úr gildi. Líkja áhrifum reglugerðarinnar við fjöldauppsagnir

Rétt í þessu var að ljúka neyðarfundi í stjórn Snæfells. Stjórnin sendi frá sér eftirfarandi ályktun:

Ályktun frá stjórn Snæfells – félagi smábátaeigenda á Snæfellsnesi.

Stjórn Snæfells mótmælir harðlega fyrirhugaðri reglugerðarlokun á grunnslóð við sunnanverðan Breiðafjörð. Með þessari lokun eru möguleikar smábáta til sjósóknar stórlega skertir og atvinnuöryggi hundruða sjómanna, beitningafólks og fiskverkafólks stefnt í voða.

Stjórn Snæfells telur að forsendur fyrir lokun svæðisins séu ekki nægar og krefst þess að frekari rannsóknir fari fram áður en jafn róttæk og íþyngjandi ákvörðun sé tekin.

Þegar beitt er reglugerðarlokun sem hefur jafn víðtæk áhrif og sú sem nú hefur verið boðuð á sunnanverðun Breiðafirði, hlýtur það að vera sjálfsögð krafa af okkar hálfu að boðað sé til fundar með þeim aðilum sem slík stjórnvaldsaðgerð hefur mest áhrif á.
Það er yfirlýst stefna hjá Hafrannsóknastofnun að hafa meira samráð við sjómenn. Þessari stefnu hefur ekki verið fylgt við þessa ákvörðun.

Stjórn Snæfells krefst þess að reglugerð nr. 866 um bann við línuveiðum á sunnanverðum Breiðafirði verði felld úr gildi nú þegar.

Greinargerð
Það er ekki algilt að stærð þorsks á því svæði sem verður lokað sé sú sama allsstaðar. Til dæmis hefur það mikil áhrif hvernig beita er notuð og hvar og hvenær lagt er. Einnig er það staðreynd að þorskur hefur farið minnkandi miðað við aldur eins og sjá má á upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun. Á milli áranna 2001 og 2002 var það um 18% í þyngd og 6% í lengd. Ekki hefur verið tekið tillit til þessara breytinga. Ef sama þróun hefur verið milli 2002 og 2004 er verið að tala um enn meiri breytingu og því nauðsynlegt fyrir Hafrannsóknastofnun að breyta viðmiðunum sínum.

Samkvæmt upplýsingum hjá Hafrannsóknastofnun ( Gagnalind) var meðal þyngd og meðal lengd miðað við aldur þorsks veiddum á línu á Vestfjarðamiðum ( svæði 102) eftirfarandi:

Ár Aldur….. Lengd….. Þyngd
2001….. 3 ára….. 47,8 cm….. 1,35 kg
2001….. 4 ára….. 55,3 cm….. 1,89 kg
2002….. 3 ára….. 49 cm….. 1,06 kg
2002….. 4 ára….. 52 cm….. 1,54 kg

Samkvæmt útskrift frá Djúpakletti, slægingarþjónustu, af Birtu SH flokkaðist þorskurinn eftirfarandi:

Dags…… Stykki….. Þyngd/kg….. Meðalþ…… Stykki%….. Þyngd %
8.okt….. 277….. 392….. 1,41….. 71,58….. 59,71
8.okt….. 91….. 198….. 2,17….. 23,51….. 30,13
8.okt….. 17….. 56….. 3,3 ….. 4,40….. 8,60
8.okt….. 2 ….. 10….. 5,17….. 0,52….. 1,58

27.okt….. 9-0-1….. 8-5-1….. 1,44….. 74,18….. 63,95
27.okt….. 315….. 659….. 2,09….. 21,46….. 26,87
27.okt….. 58….. 191….. 3,29….. 3,95….. 7,79
27.okt….. 6….. 34….. 5,7….. 0,41….. 1,4

Miðað við meðalþyngd er þessi fiskur því að mestu leyti eldri en 4 ára og ætti því að vera í veiði og ekki að friðast. Það hefur ekki farið fram aldursgreining á þessum fiski og hefur því verið borið við að ekki hafist fengist leyfi sjómanna. Það er ekki rétt því sjómenn hafa gefið leyfi til aldursgreiningar og boðið eftirlitsmönnum að koma með í róður til að mæla og kvarna út á sjó innan svæðis sem var lokað með skyndilokun í október.

Stæsti hluti þess þorsks sem mælist 50–55 cm er kynþroska sem bendir til að um 4-5 ára fisk sé að ræða.
Stór hluti aflans innan reglugerðarhólfsins hefur verið ýsa, 46% 8. okt, 13% 27. okt, sem hefur verið vel yfir viðmiðunarmörkum og því ekki ástæða til að loka vegna stærðar hennar.
Þessi og önnur atriði þarf að skoðast betur áður en gripið er til lokana af þessari stærðargráðu sem líkja má við fjöldauppsögn á 100 manna vinnustað og erum við hræddir um að einhvers staðar hefði heyrst hljóð úr horni ef slík uppsögn kæmi til framkvæmda með aðeins 2 daga fyrirvara.

Smábátasjómenn á Snæfellsnesi krefjast frekari rannsókna og samráðs og eru tilbúnir að veita Hafrannsóknastofnun alla þá aðstoð sem þeir þurfa.