Úthlutun viðbótaraflaheimilda til krókaaflamarksbáta

Nú styttist í að Fiskistofa úthluti viðbótaraflaheimildum í ýsu, steinbít og ufsa til krókaaflamarksbáta sem gerðir eru út frá sjávarbyggðum, sem að verulegu leyti eru háðar veiðum krókaaflamarksbáta. Í reglugerð nr. 4-20-670 sem lögð er til grundvallar úthlutuninni kemur fram að úthlutað verður 500 tonnum af ýsu og steinbít og 150 tonnum af ufsa. Þetta er helmingi minna magn heldur en úthlutað hefur verið sl. 3 fiskveiðiár og má því reikna með að samanlagt fái bátar í þeim byggðarlögum sem uppfylla skilyrðin helming af því sem úthlutað var á sl. fiskveiðiári.
Í reglugerðinni segir í 2. gr. að aðeins skal úthluta þeim bátum sem uppfylltu skilyrði reglugerðar nr. 283, 9.apríl 2002, enda séu þeir enn skráðir í sömu sjávarbyggð.
Í greininni kemur ennfremur fram að engum bát verður úthlutað meiru magni en hann hefur landað í viðkomandi sjávarbyggð á tímabilinu 1. ágúst 2003 til 31. júlí 2003.
Fiskistofa hefur nýverið sent bréf til útgerða sem fengu úthlutun á síðasta fiskveiðiári en uppfylla ekki öll skilyrði reglugerðarinnar til að fá úthlutun nú. Þessum útgerðum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við úthlutunina og eru þær minntar á að frestur til að senda inn athugasemdir er til 24. september.

Til frekari upplýsinga er bent á:
Reglugerð nr 4-20-670
http://sjavarutvegsraduneyti.is/log-og-reglugerdir/reglugerdir/5-20-2004/nr/841

Reglugerð frá 9. apríl 2002
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/7-4-8d7ca32eedc7-6-100256500005a/cb974aa66-6-7bfe006-9-00256b9c51?OpenDocument

Frétt um upphaflega úthlutun:
http://sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/nr/113