Útgefinn hámarksafli í steinbít á fiskveiðiárinu er 0-0-13 tonn. Mörgum útgerðarmanninum kom það á óvart, taldi óþarft að fara svo neðarlega. Vegna þessa er rétt að rifja upp hvað Hafró sagði um steinbítinn þegar ákvörðun um hámarksafla var birt. Í skýrslu stofnunarinnar, „Nytjastofnar sjávar 4-20-2003 – aflahorfur 5-20-2004“, segir eftirfarandi á bls. 9:
„Afli steinbíts á árinu 2003 var 0-5-16 tonn samanborið við 0-7-13 tonn árið 2002 og var aukningin vegna aukinna veiða í botnvörpu og dragnót en beinar veiðar á steinbít í botnvörpu hafa aldrei verið meiri.
Vísitala veiðistofns steinbíts í stofnmælingu botnfiska lækkaði verulega frá 2003 til 2004. Einnig lækkuðu nýliðunarvísitölur umtalsvert. Er vísitala veiðistofns nú svipuð og hún var árið 1995 þegar hún var sú lægsta frá upphafi stofnmælingar.
Minnkun á steinbít í stofnmælingu leiðir til þess að stofninn er nú metinn talsvert minni en í úttektinni árið 2003. Eins og þá leggur Hafrannsóknastofnunin til að steinbítsaflinn miðist við kjörsókn og að hámarksaflinn á fiskveiðiárinu 5-20-2004 fari því ekki yfir 13 þús. tonn. Auk þess ítrekar stofnunin nauðsyn þess að steinbítur á hrygningarslóð á Látragrunni verði friðaður á hrygningar- og klaktíma.“
Á sl. fiskveiðiári bannaði sjávarútvegsráðuneytið allar veiðar á steinbít á afmörkuðu svæði á Látragrunni frá 1. október til og með 31. janúar. Eins og sjá má hér að framan ítrekar Hafrannsóknastofnun nauðsyn þess að steinbítur verði friðaður á hrygningar- og klaktíma. Athygli vekur að þar er aðeins nefnt Látragrunn, spurning hvort ekki sé ástæða til að banna veiðar á fleiri hrygningarslóðum en á Látragrunni?
Gera má ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra gefi út reglugerð á næstu dögum og kæmi það ekki á óvart að hún næði til fleiri svæða en á sl. ári.