Byggðakvóti verði lagður af í núverandi mynd


Á aðalfundi LS 14. og 15. október sl. urðu
talsverðar umræður um byggðakvótann. 
Það sjónarmið var ríkjandi að hafa áfram þann öryggisventil sem
byggðakvótanum er ætlað að vera, en nauðsynlegt væri að gera breytingar á framkvæmdinni.  Niðurstaða aðalfundar var að leggja til
gjörbreytt form og byggja úthlutun á sama fyrirkomulagi og er í
línuívilnun.  Þannig yrði minnkuð
togstreitan sem úthlutunin veldur og horfið til einfaldari hátta.

 

Ályktun aðalfundar:

LS leggur til að byggðakvóti verði aflagður í núverandi
mynd, þess í stað verði hann settur sem ívilnun fyrir dagróðrabáta sem eiga
heimahöfn í viðkomandi byggðalögum og landa þar, (þ.e. byggðalögum sem úthlutað
er frá ráðuneytinu eftir þar til gerðum reglum).