Stór dagur á strandveiðum

Ætla má að flestir þeirra strandveiðibáta sem fengið hafa leyfi hafi verið á sjó í dag.  Bátarnir eru nú farnir að streyma inn til löndunar.  Þessi mynd er tekin á Patreksfirði kl þrjú í dag og sýnir að þar er löndunarbið.  
20160704_150326.jpg
Að sögn Hafþórs Jónssonar á Patreksfirði gengu veiðarnar vel í dag „flestir komnir með skammtinn.
Strandveiðar í júní gengu vel og skilaði mánuðurinn 2.798 tonnum.  Heimilt var að róa samanlagt í 48 daga sem jafngildir 58.3 tonnum á dag.   Mest fiskaðist þann 13. júní alls 146,5 tonn.
Taflan hér að neðan sýnir aflatölur í júní.
Screen Shot 2016-07-04 at 15.38.12.png
Alls stunduðu 628 bátar strandveiðar í maí og júní og á næstu dögum munu á fjórða tug báta bætast við þann fjölda.    Heildarafli á strandveiðum í maí og júní þegar tímabilið er hálnað nemur 5.177 tonnum.