Nýlega úthlutaði Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra almennum byggðakvóta. Það er annar tveggja byggðakvóta sem úthlutað er, hinn hlutinn er sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar. Alls telur byggðakvótinn 11.257 tonn sem skiptist nánast jafnt, 5.623 tonn í þann almenna og 5.634 í sértækan.
Í tilkynningu Atvinnuvegaráðuneytisins kemur fram að á grundvelli stefnu stjórnvalda hafi verið ákveðið að auka vægi sértæks byggðakvóta Byggðastofnunar, aukningin nemur 15%. Hins vegar er almenni byggðakvótinn minnkaður um 22%.
Hámarksúthlutun til byggðarlags af almennum byggðakvóta er 300 þorskígildistonn og ná tvö byggðarlög því marki, Djúpivogur og Flateyri. Alls dreifast veiðiheimildirnar á 45 byggðarlög sem eru innan 31 sveitarfélaga. Ísafjarðarbær fær er það sveitarfélag sem fær mest úthlutað 734 þorskígildistonn, til Dalvíkurbyggðar fara 355 tonn og Snæfellsbæjar 349 tonn.
Frá fiskveiðiárinu 2005/2006 hefur alls 60 þús. þorskígildum verið úthlutað. Umtalsverðar sveiflur eru oft á milli ára. Byggðarlög detta út eða koma inn af miklum krafti. T.d. fellur ekkert til Stykkishólms nú sem fékk 329 tonn fiskveiðiárið 2011/2012, Fjallabyggð dettur úr 311 tonnum í 197 tonn frá því í fyrra og Bolungarvík úr 152 tonnum í 27 tonn svo dæmi sé tekið. Djúpivogur
Með því að blikka á linkinn hér að neðan má sjá aðgengilega töflu um úthutunina sl. 12 ár.