33. aðalfundur LS verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík 19. og 20. október nk. Rétt til setu á fundinum hafa 36 kjörnir fulltrúar svæðisfélaganna, stjórn LS og framkvæmdastjóri. Þar að auki útgerðarmenn smábáta innan vébanda LS sem áheyrnarfulltrúar með tillögurétt og málfrelsi.
Svæðisfélög LS hafa að undanförnu haldið aðalfundi og samþykkt tillögur sem koma til umfjöllunar og afgreiðslu á fundinum.
Smábátaeigendur eru hvattir til að fjölmenna á aðalfundinn sem settur verður kl 13:00 fimmtudaginn 19. október.