Að loknum fyrsta degi strandveiða í breyttu kerfi kemur ekki á óvart að nokkrum spurningum sé velt upp varðandi tilhögun veiðanna. Algengast eru spurningar sem tengjast ufsa og veiðidegi. Hér verður fjallað um það fyrrnefnda sem er afar mikilvægt að sé á hreinu.
Til að ufsi reiknist ekki til viðbótar við afla hverrar veiðiferðar verður að tilkynna á hafnarvog að hann skuli skráður með þeim hætti að hluti andvirðis hans renni í VS-sjóðinn. Athugið, þetta þarf að gerast við löndun en ekki eftirá.
Veiðigjald er ekki innheimt af ufsa sem fer í gegnum þetta ferli í uppgjöri.
Sé þetta ekki gert er ufsinn reiknaður eins og annar afli veiðiferðarinnar. Andvirði hans kemur þá að fullu til útgerðarinnar og ber veiðigjald kr. 13,23 pr/kg.
Ákvæði nýsettra laga sem á við ufsa í strandveiðikerfinu er eftirfarandi:
Heimilt er hverju strandveiðiskipi að landa ufsa án þess að sá afli teljist til hámarksafla skv. 5. tölul. 5. mgr. 6. gr. a. Um ufsa sem ekki reiknast til heimilaðs afla í hverri veiðiferð strandveiðiskips gilda eftirtalin skilyrði:
1. Að aflanum sé haldið aðskildum frá öðrum afla skipsins og hann veginn sérstaklegaog skráður.2. Að aflinn sé seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafurðir og andvirðihans renni til sjóðs, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegnaólögmæts sjávarafla, með síðari breytingum, sbr. þó 2. málsl. 3. mgr.3. Að hámarksaflamagn ufsa strandveiðitímabilið 2018 sé 700 tonn.
Sé heimild skv. 2. mgr. nýtt skulu forráðamenn uppboðsmarkaðarins þar sem aflinn er seldur standa skil á andvirði hins selda afla að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið. Þá skal útgerð skipsins fá 80% af andvirði selds afla sem skiptist milli útgerðar og áhafnar samkvæmt samningum þar um.